„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Sverrir Mar Smárason skrifar 23. ágúst 2021 21:50 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. „Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
„Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira