Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:45 Valsmenn vonast til að geta mætt Porec frá Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar um þarnæstu helgi. vísir/Hulda Margrét Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“ Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“
Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira