Það dreymir enga um að búa á stofnun Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 10:30 Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun