Fannst grínið orðið að rútínu: „Mér leið eins og burkna á bak við sófa“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 09:31 Þorsteinn Guðmundsson er viðmælandi Begga Ólafs í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7. 24/7 Þorsteinn Guðmundsson, leikari, grínisti og sálfræðingur, er gestur í 22.þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum segir Þorsteinn meðal annars frá því hvers vegna hann tók þá U-beygju að fara í sálfræði eftir farsælan feril sem leikari og grínisti. Þá ræða þeir Þorsteinn og Beggi um húmorinn, skilgreiningar, þunglyndi og margt fleira. „Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. 24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Ég hugsaði bara „Þetta sem ég er að gera í dag, er þetta allt sem ég get?“ ... Eða get ég nýtt þetta líf í að vera aðeins meira en ég er núna?,“ segir Þorsteinn um það hvernig það kom til að hann skráði sig í sálfræðinám 48 ára gamall. Þorsteinn segir það hafa verið stórt skref út fyrir þægindarammann að setjast aftur á skólabekk á þessum aldri. „Það var óþægilegt. Manni finnst maður ekki alltaf falla í hópinn og maður fær tilfinninguna að maður eigi ekki heima þarna, eðlilega. En ég hugsaði bara „á ég að láta þessa tilfinningu stjórna því hvað ég geri?“... Ég hefði ekki orðið uppistandari ef ég hefði alltaf látist stjórnast af því hvort það væri þægilegt. Þetta er alltaf óþægilegt skilurðu. Stundum verður maður bara að gera það sem er óþægilegt.“ Hrósið og klappið orðið merkingarlaust Þorsteinn segir að leiklistin og grínið hafi verið orðin að rútínu og hann vildi prófa eitthvað meira. Hann segir háskólanámið hafa verið ákveðna tilraun og að það hafi aðeins verið tilviljun að sálfræðin hafi orðið fyrir valinu. „Mér leið eins og svona burkna sem var á bak við sófa og þurfti aðeins að færa til í stofunni og vökva aðeins meira til þess að hann blómstraði. Ég var svona pínu að skrælna.“ Hann segir að viðurkenningin sem fylgi því að koma fram, hrósið og klappið, hafi verið orðið merkingarlaust fyrir sér. „Maður getur alveg verið í einhverju starfi í þrjátíu ár og svo hugsar maður „nú ætla ég að leggja eitthvað meira í þetta“ en þegar maður er búinn að gera það nokkrum sinnum, þá einhvern veginn kemur það ekki á óvart. Það verður enginn „challenge“, það verður bara meiri vinna.“ Ætlaði að hætta í leiklistinni og opna fótanuddstofu Þorsteinn segist kunna illa við að vera skilgreindur. Þótt hann sé menntaður leikari, líti hann ekki á sjálfan sig sem leikara dagsdaglega. Hann segir tilhneigingu fólks til þess að vilja skilgreina alla og flokka alla niður í einhver box vera sprottna út frá því að vilja útrýma samkeppni. „Ég man eftir því þegar Helga Braga vinkona mín var að slá í gegn í leiklistinni og ná svona þjóðarathygli, þá hitti hún hóp af leikkonum á kaffihúsi. Þá sögðu þær já þú ert alveg frábær gamanleikkona, þú ert svo góð grínleikkona... Vegna þess að þær vildu takmarka hana. Hún væri ekki góð leikkona en væri góð í þessu. Þar með væri hún ekki fyrir þeim sem vildu verða alvöru leikkonur. Þú ert að reyna setja fólk í einhverja kassa þannig þú þurfir ekki að keppa við það.“ Þá segir Þorsteinn það hafa verið hans mesta gæfuspor að kynnast eiginkonu sinni. Áður en hann kynntist henni segist hann hafa átt erfitt með að finna taktinn í lífinu. Til dæmis hafi hann ætlað að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn til þess að fara í nám í fótanuddi og opna sína eigin fótanuddstofu í kjallaranum heima hjá ömmu sinni. „Ég var svolítið út um allt. Á tímabili var ég mikið á börunum. Ég er ekki alkóhólisti en ég drakk mikið og drakk illa og var svona í einhverju hálfgerðu rugli. Ég var með alls konar skrítnar hugmyndir.“ Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
24/7 með Begga Ólafs Uppistand Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira