Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:52 Harris er nú komin til Hanoi í Víetnam eftir nokkurra klukkustunda töf. Getty/Carlos Tischler Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg. Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg.
Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11