Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sævar Gíslason skrifar 25. ágúst 2021 09:01 „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun