Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 14:16 Maenza að næturlagi. Comune di Maenza Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“ Ítalía Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“
Ítalía Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira