Íslenski boltinn

Steven Lennon ekki meira með á tímabilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Steven Lennon verður ekki meira með FH-ingum í sumar.
Steven Lennon verður ekki meira með FH-ingum í sumar. vísir/hag

Framherjinn Steven Lennon verður ekki með FH-ingum í lokaleikjum tímabilsins eftir að hann meiddist á ökkla gegn Keflvíkingum um síðustu helgi.

FH-ingar eru að leika gegn Keflvíkingum í annað skipti á nokkrum dögum, og í þegar þetta er ritað er staðan 0-0.

Steven Lennon er ekki í leikmannahóp FH, en í upphitun fyrir leikinn kom fram að hann verður ekki meira með á tímabilinu.

Atli Viðar Björnsson og Guðmundur Benediktson fóru yfir málin fyrir leik og færðu okkur þessar fréttir.

„Steven Lennon er meiddur og mun ekki spila meira á þessari leiktíð,“ sagði Guðmundur.

„Það er rétt að það eru stærstu fréttirnar og mesta áfallið fyrir FH,“ bætti Atli Viðar við. „Hann meiddist í Keflavík og gengur um göturnar í gifsi eða spelku.“

Lennon hefur skorað níu mörk fyrir FH í sautján leikjum í deildinni. Hann skrifaði undir nýjan samning við FH fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×