Kjartan Henry: Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:49 Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét KR fór og sótti þrjú stig á Akranes í kvöld þegar þeir mættu ÍA í Pepsi-Max deild karla. Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var glaður í leikslok. „Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast