Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 22:57 Afganski hópurinn við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. Irina Polina\Getty Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið. Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir milli Evrópusambandsríkja og Hvíta-Rússlands undanfarna mánuði eftir að Evrópusambandið setti viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland í kjölfar handtöku blaðamannsins Roman Prótasevíts í vor. Pólsku flóttamannasamtökin Ocalenie Foundation segjast hafa miklar áhyggjur af stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands. Samtökin hafi verið í sambandi við flóttafólkið, sem er hópur 32 flóttamanna, á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi. 25 þeirra séu heilsuveil og 12 alvarlega veik. Hópurinn hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og hafi ekki fengið að borða síðan á þriðjudag. „Hin 52 ára gamla Frú Gul mun fljótlega deyja fyrir framan börnin sín fimm. Það verður að bjarga henni NÚNA,“ skrifuðu samtökin á Twitter í dag. Samkvæmt samtökunum er konan flóttamaður frá Afganistan og með henni í för eru tveir synir hennar og þrjár dætur, yngsta barnið fimmtán ára gamalt. Engar frekari upplýsingar sé að fá um fjölskylduna en fleiri flóttamenn í hópnum séu frá Afganistan. Afganski hópurinn hefur verið fastur á landamærunum í tólf daga en hann er sagður hafa flúið frá Afganistan vegna valdtöku Talibana í liðinni viku. Pólsk yfirvöld segjast ekki geta hleypt hópnum inn í landið og hvítrússneskir landamæraverðir vakta hópinn allan sólarhringinn svo hann snúi ekki aftur til Hvíta-Rússlands. Fréttastofa BNS greindi frá því í dag að auk þessa 32 manna hóps við landamærin að Póllandi sé hópur 41 flóttamanns frá Írak við landamærin að Lettlandi. Yfirvöld í Póllandi, Lettlandi og Litháen hafa greint frá því undanfarið að gífurleg fjölgun hafi verið í fjölda flóttamanna frá Írak og Afganistan sem hafi reynt að komast yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi undanfarið. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands sakaði í dag pólsk yfirvöld um að hafa staðið að aukningu flóttamanna frá Afganistan vegna samstarfs Póllands og Bandaríkjanna í málum Afganistan undanfarið. Evrópusambandið hefur hins vegar sakað Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, um að hafa staðið að flóttamannastraumnum vegna deilna við Evrópusambandið. Talsmaður yfirvalda í Lettlandi sagði í dag að lettnesk stjórnvöld muni fylgja óskum Mannréttindadómstólsins og tryggja flóttafólkinu mat, vatn og aðgengi að læknisþjónustu. Pólsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið.
Evrópusambandið Pólland Lettland Litháen Hvíta-Rússland Flóttamenn Afganistan Írak Mannréttindi Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00
Ísland á að sýna gott fordæmi sem öflugur málsvari barna og kvenna UNICEF og UN Women á Íslandi vilja undirstrika að aðstoð við Afgani er langtímaverkefni 25. ágúst 2021 10:01
Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. 25. ágúst 2021 06:30