Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:48 Gísli segir mistök að verðleggja ferðina of hátt. „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg. Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg.
Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira