Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 09:08 Fjölmenn mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum Whitmer ríkisstjóra fóru fram í ríkishöfuðborginni Lansing í Michigan í fyrra. Vopnaðir menn voru framarlega í flokki mótmælenda. Vísir/EPA Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49