Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 09:08 Fjölmenn mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum Whitmer ríkisstjóra fóru fram í ríkishöfuðborginni Lansing í Michigan í fyrra. Vopnaðir menn voru framarlega í flokki mótmælenda. Vísir/EPA Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Ty Garbin, sem er 25 ára gamall, er fyrstur samsærismannanna sem hlýtur dóm vegna fyrirætlana hópsins um að ræna Whitmer úr sumarhúsi hennar. Nokkrir mannana tilheyra vopnaðri sveit manna sem eru andsnúnir alríkisstjórn Bandaríkjanna. Sex manns hafa verið ákærðir fyrir alríkisdómstól vegna ráðabruggsins en Garbin er sá eini sem hefur lýst sig sekan til þessa. Sjö aðrir sæta ákærum fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi fyrir ríkisdómstól í Michigan, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til harðra mótmæla kom í ríkishöfuðborginni Lansing gegn sóttvarnatakmörkunum Whitmer í fyrra. Sumir mótmælendanna líktu Whitmer við nasistaleiðtogann Adolf Hitler. Donald Trump, þáverandi forseti, hvatti mótmælendurna til dáða, meðal annars með því að tísta „FRELSIÐ MICHIGAN“. Ty Garbin játaði sök og gerði játningarkaup við saksóknara í Michigan.AP/Lögreglustjórinn í Kent-sýslu Lögmenn Garbin sögðu fyrir dómi að honum hefði gramist sóttvarnaaðgerðirnar eftir að hann missti vinnuna sem flugvirki. Lýsti Garbin því hvernig mennirnir hefðu æft sig fyrir mannránstilraunina á landareign hans. Þeir hafi meðal annars reist eftirlíkingu af sumarhúsi Whitmer sem þeir réðust á með skotvopnum. Hann bað Whitmer afsökunar á að hafa valdið henni og fjölskyldu henni ótta og streitu. Whitmer sjálf sagði að hún sæti enn hótunum. „Ég hef litið út um gluggann og séð stóra hópa þungvopnaðs fólks nokkra metra frá heimili mínu. Ég hef séð eftirlíkingar af mér hengdar í snöru. Fyrir nokkrum dögum var skilti á mótmælum þar sem var kallað eftir að „nornin væri brennd“,“ sagði Whitmer í yfirlýsingu sem var lögð fyrir dóminn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. 17. desember 2020 22:23
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. 13. október 2020 21:00
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49