Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:56 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, bindur miklar vonir við það að ríkið niðurgreiði hraðpróf sem gestir viðburða munu þurfa að undirgangast. Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira