Tvöfalt kerfi í tvöföldu kerfi Ómar Torfason skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar