Áherslur xF í samgöngum í NV-kjördæmi: Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. ágúst 2021 11:30 Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Samgöngur Vegagerð Alþingiskosningar 2021 Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins leggur áherslu á bættar samgöngur í kosningabaráttu sinni. Sundabraut – þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundbraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja til verulega stöðu bæjarins sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlandsvegar að þeim ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangnagerð Stórefla þarf jarðgangnagerð. Jarðgöng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðgangna í gegnum Hálfdán milli Bíldudals og Tálknafjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangnagerð á Tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangnagerð á nokkra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji innreið sína í samgöngumálum á landsbyggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi – samanburður við Ísland Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Íslandi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpanna. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðgangna er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkostlegur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarðgöng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þessum jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávargöng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Umferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunnelen) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notkun. Lengstu jarðgöngin eru undir Breiðadals- og Botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. Bolungarvíkurgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héðinsfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og Dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardalshamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðgangna á Íslandi ekki og segir það sína sögu. Til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræðiorðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðagangna er ótrúlegur og lýsir skorti á skilningi á mikilvægi jarðgangna á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjunum og skort á stefnumörkun. Eitthvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar Dýrafjarðargöng eru komin í notkun og lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði er lokið er fyrirsjáanlegt að Ísfirðingar, Bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka Barðaströndina eða taka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. Baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga Baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er Guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutninga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutningum. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir farþega var mun betri í eldri ferju. Fyrir farþega er núverandi Baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. Gamaldags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi Baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þægindi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Til hvaða þriðja heimsríkis ætli núverandi Baldur verði seldur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg Breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælisgjöf fyrir 100 ára afmæli Baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Höfundur er í 1. sæti á xF framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun