Umfjöllun og viðtöl: KA – ÍA 3-0 | Lánlausir Skagamenn steinlágu á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. ágúst 2021 19:34 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn KA vann góðan 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum í dag. KA bætir þannig við sig þremur stigum og heldur í drauminn um Evrópusætið. ÍA er hins vegar áfram á botni deildarinnar með 12 stig og staðan orðinn erfið ætli liðið að halda sér í deildinni. Leikurinn fór vel af stað og voru það gestirnir sem fengu fyrsta færi leiksins en Wout Droste átti þá skot af stuttu færi sem fór framhjá markinu. ÍA lá mikið til baka og stólaði á skyndisóknir í leiknum. KA fékk því það hlutverk að halda í boltann og reyna að skapa sér marktækifæri. Uppleggið hjá ÍA gekk upp að mörgu leiti, þeir komust í álitlegar stöður nokkrum sinnum í leiknum en þó ekkert sem uppskar mark. KA þó ívið sterkari. Á 26. mínútu leiksins átti Mark Gundelach fyrirgjöf á Bjarna Aðalsteinsson sem var óvaldaður inn í teig. Bjarni nýti það vel og stýrði boltanum í fjærhornið og staðan orðinn 1-0 fyrir heimamenn. Þetta var fyrsta mark Bjarna fyrir KA í deildarleik. Eftir það tók KA öll völd á vellinum og áttu eftir að bæta marki við áður en Elías Ingi dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Það var á 37. mínútu leiksins að Árni Marinó í marki ÍA átti afleidda sendingu sem rataði í fæturnar á Bjarna rétt fyrir utan markteig. Bjarni sendi boltann út á Jakob Snær Árnason sem skoraði af öryggi og á þá það sameiginlegt með Bjarna að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir KA í deild í dag. Áður en hálfleikurinn var úti átti Þorri Mar Þórisson skot fyrir utan teig sem fór Óttari Bjarna og í slánna. Gestirnir stálheppnir að staðan var ekki 3-0 í hálfleik. ÍA komu tölvert grimmari inn í seinni hálfleikinn og voru betra liðið á vellinum í um 20 mínútur og í raun óheppnir að skora ekki. Steinþór Már átti tvær frábærar vörslur í marki KA, fyrst varði hann frá Hákoni Inga af stuttu færi og ekki löngu síðar frá Sindra Snæ úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að vera betra liðið á vellinum lungað úr seinni hálfleik voru það heimamenn sem bættu við marki. KA menn fengu þá aukaspyrnu fyrir utan teig gestanna og Hallgrímur Mar lét vaða á markið og inn fór boltinn. Árni Marinó í marki gestanna hefði þó átt að gera miklu betur en hann var með boltann í höndunum á sér en missti hann frá sér. Boltinn lak yfir línuna og heimamenn kláruðu leikinn sannfærandi og fara í 33 stig í 5. sæti deildarinnar. Afhverju vann KA ? KA var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag. Leikplan ÍA var að liggja til baka og keyra svo upp í skyndisóknir sem gekk ágætlega oft á tíðum. KA skorar hins vegar fyrsta markið og þá var þetta strax orðið erfitt fyrir gestina. Árni Marinó gerist sekur um tvö slæm mistök í markinu og í bæði skiptin refsa KA menn með marki. Það fellur bara ekki mikið með ÍA sem vill oft loða við liðin í neðri helming deildarinnar. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Aðalsteinsson var frábær hjá KA í dag, skorar mark og á stoðsendingu í marki tvö. Steinþór Már Auðunsson varði tvívegis dauðafæri í seinni hálfleiks þegar gestirnir gerðu sitt áhlaup. Jakob Snær átti góðan leik og þá var Mikkel Qvist sterkur í vörn KA. Gísli Laxdal var öflugur fyrir ÍA í dag og gerði oft mjög vel. Hvað gekk illa? ÍA byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en ná ekki að nýta sér það til að skora mark þrátt fyrir góðar tilraunir. Það verður þeim að falli í dag. Sömuleiðis var Árni Marinó ekki á sínum besta degi í dag og á þátt í tveimur af þremur mörkum leiksins í dag. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsliðspása og spila liðin ekki í deild fyrr en 12. september. KA spilar þá sinn þriðja heimaleik í röð og fær Fylkir í heimsókn. ÍA spilar gegn Leiknir R. Í millitíðinni á ÍA leik í bikarnum á móti ÍR, sá leikur fer fram 10. september. Hallgrímur Jónasson: Við ætlum að ná Evrópusæti „Það er gott að vinna aftur. Við höfum ekki unnið í smá tíma og það að halda hreinu og skora þrjú mörk er frábært,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 3-0 sigur á ÍA á heimavelli í dag. „Það kom okkur aðeins á óvart á ÍA ákvað að liggja til baka en við ætluðum okkur klárlega að vera meira með boltann sem gekk upp, ég held við höfum verið með hann 66% í fyrri hálfleik og náðum að fara með 2-0 forystu inn. Það getur oft verið erfitt að opna svona lið sem eru til baka. Það gekk ekki voðalega vel til að byrja með en að fara inn með 2-0 það létti okkur aðeins lífið.“ KA spilaði tvo úrslitaleiki ef svo má að orði komast gegn Breiðablik á dögunum en tapaði báðum og er úr leik um Íslandsmeistaratitilinn. Hallgrími fannst ekki erfitt að gría menn upp eftir þá leiki. „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa báðum leikjunum á móti Breiðablik. Í þeim tveimur leikjum vorum við einfaldlega ekki nógu góðir. Við töldum okkur geta gert betur í þeim leikjum. Við erum komnir nálægt þessum efstu liðum en höfum ekki náð að vinna toppliðin eða allavega alltof fáa leiki gegn þeim. Það gekk ágætlega að gíra menn upp fyrir verkefnið í dag. Við erum ekki úr séns að ná í Evrópusæti og það er það sem við stefnum að núna þó að titilinn sé farinn. Við tókum þennan flotta sigur í dag og þetta gefur okkur sjálfstraust fyrir næsta leik.“ Það voru þrír mismunandi markaskorarar fyrir KA í dag. Bjarni og Jakob Snær opnuðu markareikninginn sinn hjá KA og Hallgrímur Mar bætti við þriðja markinu. „Það er svolítið síðan að við skoruðum úr opnum leik. Síðustu fjögur mörk á undan hafa verið föst leikatriði þannig að það er bara frábært. Tveir ungir leikmenn sem skora í dag, Bjarni og Jakob Snær. Svo er það Grímsi en hann skorar reglulega.“ ÍA kom af krafti inn í seinni hálfleikinn. Steinþór gerði tvisvar mjög vel í markinu ásamt því að vera öruggur í öllum sínum aðgerðum. „Við vorum ekki alveg nógu kraftmiklir í seinni hálfleik. Steinþór er búinn að vera frábær í allt sumar og hélt því áfram í dag. Það er hætt að koma okkur á óvart.“ Það eru þrír leikir eftir af mótinu. Fylkir er næsti andstæðingur KA. „Við vonum að ef við klárum okkar að það geti gefið okkur Evrópusæti. Við eigum heimaleik og svo ef okkur tekst að vinna hann að þá er bara alvöru leikur á móti Val á útivelli. Við ætlum okkur að ná Evrópusæti.“ Jóhannes Karl: Betra ef við hefðum sett þriðja markið í leiknum en ekki KA „Maður er gríðarlega svekktur að tapa alltaf fótboltaleikjum en ég er aðallega svekktur með hvernig leikurinn þróaðist og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst leikmennirnir gera fullt af góðum hlutum, við ákváðum að verjast neðarlega á vellinum og ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Ég ætla ekkert að taka neitt frá KA mönnunum, þeir skoruðu náttúrulega þetta mark og gerðu það vel. Við hefðum hins vegar átt að koma í veg fyrir þetta mark. Bjarni á ekki að geta skallað boltann þarna aleinn í markið og það breyti leikplaninu hjá okkur. Það er ekki slæmt að fara með 1-0 í hálfleik en því miður hendum við því frá okkur í fyrri hálfleik og það var ekki af því að KA væri að sundurspila okkur heldur voru við að gefa boltann frá okkur á hættulegum stað og þeir refsa okkur bara. Því miður fara þeir með 2-0 forystu inn í hálfleikinn og ég var ósáttur með það,“ sagði Jóhannes Karl eftir 3-0 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. ÍA komst á köflum í mjög góðar stöður í leiknum. „Við vorum óheppnir á köflum. Viktor Jónsson komst upp þarna einu sinni sem verður til þess að Sindri nánast sleppur í gegn og nái að setja mark. Það voru nokkur svona tækifæri. Gísli Laxdal kemst til dæmis nokkrum sinnum í hættulegar stöður. Við töldum okkur hafa meiri kraft og meiri hraða sérstaklega á hafsentanna hjá KA ef við myndum liggja til baka. Bakverðirnir hjá KA eru mjög sókndjarfir og við töldum okkur geta snúið vörn í sókn og refsað en því miður voru það KA menn sem voru á undan að skora og þá var þetta frekar erfitt eftir það.“ Leikmenn ÍA komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu sénsa til að minnka muninn. „Það hefði mark átt að detta hjá okkur á fyrstu 15-20 mínútunum í seinni hálfleik. Við lögðum mikið á okkur til að reyna að uppskera þetta mark en KA er með hörku markmann og hörku hafsenta. Svo eru þeir með Rodrigo fyrir framan vörnina og það er gríðarlega erfitt að brjóta þetta niður. Við gerum ansi mikið til að komast í góðar stöður og við þurftum áræðni til að gera það. Leikmennirnir sýndu það og auðvitað hefði það verið mikið betra fyrir okkur ef við hefðum sett þriðja markið en ekki KA.“ Árni Marinó gerðist sekur um mistök í þriðja markinu. „Hann veit það manna best sjálfur, hann var eiginlega búinn að verja boltann en því miður lak hann einhvern veginn framhjá honum. Árni er ungur markmaður sem er búinn að stíga upp í sumar og búinn að vera virkilega flottur. Það gera allir mistök. Þetta mun bara efla hann.“ ÍA er á botni deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Fjórum stigum frá öruggu sæti. „Það er ennþá möguleiki fyrir okkur að rétta okkur af en við erum að vonast eftir því að leikirnir hjá öðrum liðum verði svolítið okkur í hag. Það eru þá allavega níu stig eftir í boði fyrir okkur. Ef önnur úrslit vera okkur í hag gæti þetta verið í okkar höndum til að klára þessa síðustu þrjá leiki og tryggja það að vera í efstu deild að ári.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA ÍA
KA vann góðan 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum í dag. KA bætir þannig við sig þremur stigum og heldur í drauminn um Evrópusætið. ÍA er hins vegar áfram á botni deildarinnar með 12 stig og staðan orðinn erfið ætli liðið að halda sér í deildinni. Leikurinn fór vel af stað og voru það gestirnir sem fengu fyrsta færi leiksins en Wout Droste átti þá skot af stuttu færi sem fór framhjá markinu. ÍA lá mikið til baka og stólaði á skyndisóknir í leiknum. KA fékk því það hlutverk að halda í boltann og reyna að skapa sér marktækifæri. Uppleggið hjá ÍA gekk upp að mörgu leiti, þeir komust í álitlegar stöður nokkrum sinnum í leiknum en þó ekkert sem uppskar mark. KA þó ívið sterkari. Á 26. mínútu leiksins átti Mark Gundelach fyrirgjöf á Bjarna Aðalsteinsson sem var óvaldaður inn í teig. Bjarni nýti það vel og stýrði boltanum í fjærhornið og staðan orðinn 1-0 fyrir heimamenn. Þetta var fyrsta mark Bjarna fyrir KA í deildarleik. Eftir það tók KA öll völd á vellinum og áttu eftir að bæta marki við áður en Elías Ingi dómari leiksins flautaði til hálfleiks. Það var á 37. mínútu leiksins að Árni Marinó í marki ÍA átti afleidda sendingu sem rataði í fæturnar á Bjarna rétt fyrir utan markteig. Bjarni sendi boltann út á Jakob Snær Árnason sem skoraði af öryggi og á þá það sameiginlegt með Bjarna að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir KA í deild í dag. Áður en hálfleikurinn var úti átti Þorri Mar Þórisson skot fyrir utan teig sem fór Óttari Bjarna og í slánna. Gestirnir stálheppnir að staðan var ekki 3-0 í hálfleik. ÍA komu tölvert grimmari inn í seinni hálfleikinn og voru betra liðið á vellinum í um 20 mínútur og í raun óheppnir að skora ekki. Steinþór Már átti tvær frábærar vörslur í marki KA, fyrst varði hann frá Hákoni Inga af stuttu færi og ekki löngu síðar frá Sindra Snæ úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að vera betra liðið á vellinum lungað úr seinni hálfleik voru það heimamenn sem bættu við marki. KA menn fengu þá aukaspyrnu fyrir utan teig gestanna og Hallgrímur Mar lét vaða á markið og inn fór boltinn. Árni Marinó í marki gestanna hefði þó átt að gera miklu betur en hann var með boltann í höndunum á sér en missti hann frá sér. Boltinn lak yfir línuna og heimamenn kláruðu leikinn sannfærandi og fara í 33 stig í 5. sæti deildarinnar. Afhverju vann KA ? KA var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag. Leikplan ÍA var að liggja til baka og keyra svo upp í skyndisóknir sem gekk ágætlega oft á tíðum. KA skorar hins vegar fyrsta markið og þá var þetta strax orðið erfitt fyrir gestina. Árni Marinó gerist sekur um tvö slæm mistök í markinu og í bæði skiptin refsa KA menn með marki. Það fellur bara ekki mikið með ÍA sem vill oft loða við liðin í neðri helming deildarinnar. Hverjir stóðu upp úr? Bjarni Aðalsteinsson var frábær hjá KA í dag, skorar mark og á stoðsendingu í marki tvö. Steinþór Már Auðunsson varði tvívegis dauðafæri í seinni hálfleiks þegar gestirnir gerðu sitt áhlaup. Jakob Snær átti góðan leik og þá var Mikkel Qvist sterkur í vörn KA. Gísli Laxdal var öflugur fyrir ÍA í dag og gerði oft mjög vel. Hvað gekk illa? ÍA byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en ná ekki að nýta sér það til að skora mark þrátt fyrir góðar tilraunir. Það verður þeim að falli í dag. Sömuleiðis var Árni Marinó ekki á sínum besta degi í dag og á þátt í tveimur af þremur mörkum leiksins í dag. Hvað gerist næst? Nú tekur við landsliðspása og spila liðin ekki í deild fyrr en 12. september. KA spilar þá sinn þriðja heimaleik í röð og fær Fylkir í heimsókn. ÍA spilar gegn Leiknir R. Í millitíðinni á ÍA leik í bikarnum á móti ÍR, sá leikur fer fram 10. september. Hallgrímur Jónasson: Við ætlum að ná Evrópusæti „Það er gott að vinna aftur. Við höfum ekki unnið í smá tíma og það að halda hreinu og skora þrjú mörk er frábært,“ sagði Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA eftir 3-0 sigur á ÍA á heimavelli í dag. „Það kom okkur aðeins á óvart á ÍA ákvað að liggja til baka en við ætluðum okkur klárlega að vera meira með boltann sem gekk upp, ég held við höfum verið með hann 66% í fyrri hálfleik og náðum að fara með 2-0 forystu inn. Það getur oft verið erfitt að opna svona lið sem eru til baka. Það gekk ekki voðalega vel til að byrja með en að fara inn með 2-0 það létti okkur aðeins lífið.“ KA spilaði tvo úrslitaleiki ef svo má að orði komast gegn Breiðablik á dögunum en tapaði báðum og er úr leik um Íslandsmeistaratitilinn. Hallgrími fannst ekki erfitt að gría menn upp eftir þá leiki. „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa báðum leikjunum á móti Breiðablik. Í þeim tveimur leikjum vorum við einfaldlega ekki nógu góðir. Við töldum okkur geta gert betur í þeim leikjum. Við erum komnir nálægt þessum efstu liðum en höfum ekki náð að vinna toppliðin eða allavega alltof fáa leiki gegn þeim. Það gekk ágætlega að gíra menn upp fyrir verkefnið í dag. Við erum ekki úr séns að ná í Evrópusæti og það er það sem við stefnum að núna þó að titilinn sé farinn. Við tókum þennan flotta sigur í dag og þetta gefur okkur sjálfstraust fyrir næsta leik.“ Það voru þrír mismunandi markaskorarar fyrir KA í dag. Bjarni og Jakob Snær opnuðu markareikninginn sinn hjá KA og Hallgrímur Mar bætti við þriðja markinu. „Það er svolítið síðan að við skoruðum úr opnum leik. Síðustu fjögur mörk á undan hafa verið föst leikatriði þannig að það er bara frábært. Tveir ungir leikmenn sem skora í dag, Bjarni og Jakob Snær. Svo er það Grímsi en hann skorar reglulega.“ ÍA kom af krafti inn í seinni hálfleikinn. Steinþór gerði tvisvar mjög vel í markinu ásamt því að vera öruggur í öllum sínum aðgerðum. „Við vorum ekki alveg nógu kraftmiklir í seinni hálfleik. Steinþór er búinn að vera frábær í allt sumar og hélt því áfram í dag. Það er hætt að koma okkur á óvart.“ Það eru þrír leikir eftir af mótinu. Fylkir er næsti andstæðingur KA. „Við vonum að ef við klárum okkar að það geti gefið okkur Evrópusæti. Við eigum heimaleik og svo ef okkur tekst að vinna hann að þá er bara alvöru leikur á móti Val á útivelli. Við ætlum okkur að ná Evrópusæti.“ Jóhannes Karl: Betra ef við hefðum sett þriðja markið í leiknum en ekki KA „Maður er gríðarlega svekktur að tapa alltaf fótboltaleikjum en ég er aðallega svekktur með hvernig leikurinn þróaðist og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst leikmennirnir gera fullt af góðum hlutum, við ákváðum að verjast neðarlega á vellinum og ætluðum ekki að gefa færi á okkur. Ég ætla ekkert að taka neitt frá KA mönnunum, þeir skoruðu náttúrulega þetta mark og gerðu það vel. Við hefðum hins vegar átt að koma í veg fyrir þetta mark. Bjarni á ekki að geta skallað boltann þarna aleinn í markið og það breyti leikplaninu hjá okkur. Það er ekki slæmt að fara með 1-0 í hálfleik en því miður hendum við því frá okkur í fyrri hálfleik og það var ekki af því að KA væri að sundurspila okkur heldur voru við að gefa boltann frá okkur á hættulegum stað og þeir refsa okkur bara. Því miður fara þeir með 2-0 forystu inn í hálfleikinn og ég var ósáttur með það,“ sagði Jóhannes Karl eftir 3-0 tap á móti KA á Greifavellinum í dag. ÍA komst á köflum í mjög góðar stöður í leiknum. „Við vorum óheppnir á köflum. Viktor Jónsson komst upp þarna einu sinni sem verður til þess að Sindri nánast sleppur í gegn og nái að setja mark. Það voru nokkur svona tækifæri. Gísli Laxdal kemst til dæmis nokkrum sinnum í hættulegar stöður. Við töldum okkur hafa meiri kraft og meiri hraða sérstaklega á hafsentanna hjá KA ef við myndum liggja til baka. Bakverðirnir hjá KA eru mjög sókndjarfir og við töldum okkur geta snúið vörn í sókn og refsað en því miður voru það KA menn sem voru á undan að skora og þá var þetta frekar erfitt eftir það.“ Leikmenn ÍA komu af krafti inn í seinni hálfleikinn og fengu sénsa til að minnka muninn. „Það hefði mark átt að detta hjá okkur á fyrstu 15-20 mínútunum í seinni hálfleik. Við lögðum mikið á okkur til að reyna að uppskera þetta mark en KA er með hörku markmann og hörku hafsenta. Svo eru þeir með Rodrigo fyrir framan vörnina og það er gríðarlega erfitt að brjóta þetta niður. Við gerum ansi mikið til að komast í góðar stöður og við þurftum áræðni til að gera það. Leikmennirnir sýndu það og auðvitað hefði það verið mikið betra fyrir okkur ef við hefðum sett þriðja markið en ekki KA.“ Árni Marinó gerðist sekur um mistök í þriðja markinu. „Hann veit það manna best sjálfur, hann var eiginlega búinn að verja boltann en því miður lak hann einhvern veginn framhjá honum. Árni er ungur markmaður sem er búinn að stíga upp í sumar og búinn að vera virkilega flottur. Það gera allir mistök. Þetta mun bara efla hann.“ ÍA er á botni deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Fjórum stigum frá öruggu sæti. „Það er ennþá möguleiki fyrir okkur að rétta okkur af en við erum að vonast eftir því að leikirnir hjá öðrum liðum verði svolítið okkur í hag. Það eru þá allavega níu stig eftir í boði fyrir okkur. Ef önnur úrslit vera okkur í hag gæti þetta verið í okkar höndum til að klára þessa síðustu þrjá leiki og tryggja það að vera í efstu deild að ári.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti