Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 12:46 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti