Hershöfðinginn Frank McKenzie segir að tekist hafi að koma 123 þúsund almennum borgurum úr landi áður en síðasta vélin fór en þó komust færri að en vildu. Á blaðamannafundi staðfesti McKenzie að töluverður fjöldi Bandaríkjamanna, um 100 til 250 manns, væru enn í Afganistan. Þar væri um að ræða fólk sem annaðhvort hafi ekki komist á flugvöllinn eða ekki náð að tryggja sér sæti í flugvél. Sömu sögu er að segja af breskum ríkisborgurum sem enn eru í landinu.
Þegar fólksflutningarnir hófust hleyptu talíbanar flestum inn á flugvöllinn en síðustu klukkustundirnar virðast þeir hafa skellt í lás og því sátu margir eftir með sárt ennið. Bandarísk stjórnvöld vonast til að hægst verði að tryggja öryggi fólksins og segir Antony Blinken utanríkisráðherra að nú sé hafinn nýr kafli í samskiptum Bandaríkjamamanna og talíbana.