Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:10 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Samsett Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“ Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“
Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira