Sáttmáli við hin óbornu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2021 12:54 Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun