Mælum það sem skiptir máli Halldóra Mogensen skrifar 1. september 2021 10:30 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Efnahagsmál Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun