Sitt er hvað, samvinna og samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. september 2021 15:00 Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun