Sitt er hvað, samvinna og samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. september 2021 15:00 Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar