Húrra fyrir frelsinu (í boði Evrópusambandsins) Pawel Bartoszek skrifar 2. september 2021 09:00 Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Áhugafólk um örlítið nútímalegri áfengislöggjöf hefur ekki haft mörg tækifæri til skála á kjörtímabilinu. Áfengisskattarnir eru með þeim hæstu í Evrópu. Fólki er bannað að brugga bjór og vín til einkanota. Lítil brugghús sem taka á móti gestum mega alls ekki leyfa gestunum að kaupa sér bjór þegar fólk heldur heim. Ekki tókst þinginu að leyfa vefverslanir með áfengi heldur. Líkt og áður þá dúsuðu áfengisfrumvörpin þreytt og vonlítil í nefndum þingsins, eins og uppgefnir stríðsfangar sem vita þeirra eina von er að vera sleppt úr haldi í skiptum fyrir önnur vonlítil frumvörp einhver annars ráðherra. Frelsinu varð lítið ágengt. Og þó. Undir lok kjörtímabilsins opnuðu framtakssamir aðilar vefverslanir með áfengi. Erlendar vefverslanir með áfengi eru nefnilega leyfðar samkvæmt EES-samningnum. Nýju verslanirnar eru skráðar erlendis en dreifa vörum til íslenskra neytenda milliliðalaust. Þær ganga enn þrátt fyrir að ríkisverslunin sem heyrir undir fjármálaráðherra hafi reynt sitt til að stöðva starfsemina. Ég fæ stundum að heyra frá frelsis-þenkjandi fólki að það sem Evrópusambandið gerir vel, “getum við bara gert sjálf”. Það er kannski tæknilega rétt, en við gerum það samt ekki. Þegar kemur að viðskiptafrelsi, afnámi einokunar og rétti neytenda þá er það oftar en ekki þannig að frelsinu er þröngvað upp á íslensk stjórnvöld. Með grjótharðri tilskipun frá Evrópusambandinu. Höfundur er í 22. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar