Á vef fréttaveitunnar CNN er vitnað í talsmann mótsins, Chris Widmaier. Hann segir að tennissamband Bandaríkjanna sé að vinna með yfirvöldum í New York til að finna leiðir fyrir áhorfendur til að komast heim frá mótinu.
Sambandið hafi einnig sent ökutæki út í leit að leiðum til að komast frá Flushing Meadows í Queens.
„Takmark okkar er að koma fólki örugglega heim,“ sagði Widmaier við CNN. Hann staðfesti einnig að lestir væru ekki á áætlun vegna veðursins.
Frétt CNN var skrifuð rétt eftir klukkan 06.00 að íslenskum tíma en staðan hefur ekki verið uppfærð, óvíst er hvort fólk sitji enn fast eða sé farið heim á leið.
People navigate heavy rains and flooded walkways at the Billie Jean King National Tennis Center as the remnants of Hurricane Ida hit the area in Flushing Meadows, New York, USA.
— european pressphoto agency (@epaphotos) September 2, 2021
epa / Justin Lane#epaphotos #visualizingtheworld #NYC #usa #ida #hurricaneida pic.twitter.com/uPX7uEKvBA
Opna bandaríska meistaramótið er síðasta risamót ársins. Stefnt er á að ljúka mótinu þann 12. september. Hvort Ída leyfi það á eftir að koma í ljós.