Stuðningsmennirnir hengdu upp borða fyrir utan æfingasvæði Gautaborgar þar sem þeir spyrja félagið hvort það ætli að velja á milli hans eða stuðningsmannanna.
Bilder från Kamratgården.
— David Vukovic (@DaVukovic) September 2, 2021
Ultras Göteborg pic.twitter.com/u1OXA6UN18
Kolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ekki kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og vinkonu hennar haustið 2017. Hann sagði hegðun sína samt ekki hafa verið til fyrirmyndar og bað hann því konurnar afsökunar.
Í samtali við Vísi eftir að yfirlýsing Kolbeins barst sagðist Þórhildur harma það að hann saki hana um lygar.
Hún steig fram í viðtali hjá RÚV í síðustu viku þar sem hún greindi frá því að hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af landsliðsmanni í fótbolta haustið 2017. Þórhildur greindi þar frá að hún hafi náð sátt við fótboltamanninn og hann hafi greitt henni miskabætur.
Þórhildi var hins vegar nóg boðið eftir að Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, sagði í Kastljósi að ekkert kynferðisafbrotamál hefði komið inn á borð sambandsins. Guðni hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn. Sama dag var greint frá því að Kolbeinn hefði verið tekinn út úr landsliðshópnum. Það var ákvörðun stjórnar KSÍ.
Gautaborg fordæmdi hegðun Kolbeins en ákvað að rifta ekki samningi hans við félagið. Kolbeinn samdi við Gautaborg í janúar á þessu ári.