Fótbolti

Hákon með tvö mörk í íslenskum sigri í Hvíta-Rússlandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk gegn Hvíta-Rússlandi.
Hákon Arnar Haraldsson kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk gegn Hvíta-Rússlandi. getty/Lars Ronbog

Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta þegar það sigraði Hvíta-Rússland, 1-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2023 í Brest í dag.

Hákon var ekki í byrjunarliði Íslands en kom inn á sem varamaður eftir fimm mínútur fyrir fyrirliðann Brynjólf Andersen Willumsson.

Skagamaðurinn var ekki lengi að láta að sér kveða og á 20. mínútu kom hann Íslendingum yfir eftir sendingu frá Kolbeini Þórðarsyni. Staðan var 0-1 í hálfleik, íslenska liðinu í vil.

Hákon var aftur á ferðinni á 54. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark eftir undirbúning Atla Barkarsonar.

Aleksandr Shestyuk minnkaði muninn á 70. mínútu en nær komst Hvíta-Rússland ekki.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag má sjá hér fyrir neðan. Hákon, Birkir Heimisson, Viktor Örlygur Andrason og Ágúst Eðvald Hlynsson komu inn á sem varamenn.

Næsti leikur Íslands í undankeppninni er gegn Grikklandi í Víkinni á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×