Fótbolti

Jóhann Berg: Gríðar­legt svekk­elsi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðar landanna tveggja - Jóhann Berg Guðmundsson og Vlad Chiricheș - í baráttunni.
Fyrirliðar landanna tveggja - Jóhann Berg Guðmundsson og Vlad Chiricheș - í baráttunni. Vísir/Hulda Margrét

„Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.

„Seinni hálfleikur var svo bara slakur. Mikið kjaftshögg að fá á sig mark svona snemma. Það er mjög erfitt að fá mark svona beint í andlitið skömmu eftir að maður er kominn aftur út. Svo tekst okkur ekki að skapa okkur nægilega mikið af færum eftir það.“

„Héldum boltanum ágætlega en við vorum ekki nægilega hættilegir í seinni hálfleikur. Eins og ég sagði, hefði verið allt annar leikur hefðum við nýtt færin okkar í fyrri hálfleik.“

Klippa: Jói Berg

„Þetta er bara gríðarlega erfitt. Við þurfum bara að mæta í næsta leik og reyna sækja þrjú stig, það þýðir lítið annað þó þetta sé erfitt núna. Við verðum bara að klára þessi færi sem við fáum. Því miður þá er fótboltinn bara svona.“

„Það gekk bara mjög vel. Allir leikmennirnir mjög stemmdir í að ná árangir inn á vellinum og það voru allir bara að einbeita sér að því,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvernig leikmönnum gengi að halda einbeitingu í kringum allt sem hefur verið í gangi.

„Reikna ekki með því þó standið sé ágætt en við sjáum bara hvað gerist,“ sagði Jóhann Berg að endingu um eigið form er hann var spurður hvort hann gæti spilað alla þrjá leiki liðsins.


Tengdar fréttir

Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld

Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það.

„Hannes var hundfúll og það er bara jákvætt“

Arnar Þór Viðarsson segir að valið á Rúnari Alex Rúnarssyni fram yfir Hannes Þór Halldórsson hafi tengst því hvernig hann vildi sjá íslenska liðið spila gegn Rúmeníu í kvöld. Hann segir að Hannes hafi að sjálfsögðu viljað byrja leikinn.

Einkunnir Íslands: Birkir Már skástur í gjörbreyttu liði

Mikið breytt lið Íslands frá fyrstu leikjunum í undankeppni HM karla í fótbolta náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 tap gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli. Birkir Már Sævarsson stóð upp úr í einkunnagjöf Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×