Landsliðsþjálfarinn eftir súrt tap: „Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 21:20 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Stöð 2 „Við erum bara hundfúlir. Ég er nokkuð sáttur með frammistöðuna í heild. Auðvitað færðu alltaf einhverja möguleika á móti, það er þannig í fótbolta,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir 0-2 tapið gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. „Held við höfum fengið bestu færin í leiknum. Það er erfitt að fá sig mark svona snemma eftir hálfleik, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Erum einfaldlega ekki klárir. Á þessu getustigi máttu ekki gefa andstæðingunum neitt. Var erfitt í síðari hálfleik þó við höfum fengið færi og mögulega átt skilið að jafna,“ sagði Arnar Þór um síðari hálfleikinn en hann var vart mínútu gamall er Ísland lenti undir. „Heilt yfir er ég stoltur af strákunum. Ágætis frammistaða og þó það sé sem hægt er að laga þá er fullt sem ég er ánægður með. Á þessu getustigi þarf aðeins meiri gæði, það var akkúrat það sem vantaði upp á í dag. Sendingar fóru ekki á réttan stað, það eru gæði og svo ákveðin reynsla.“ „Þegar þú ert kominn á þetta getustig þarf allt að gerast aðeins hraðar. Allar sendingar þurfa að koma aðeins hraðar, það þarf að skila sér í vörn og sókn aðeins hraðar. Þetta eru allt skref sem við þurfum að taka.“ „Ég er rosalega stoltur af ungu drengjunum í liðinu. Þeir eldri voru líka frábærir alla vikuna. Við förum upp á hótel núna og greinum þetta. Tölum svo saman á morgun, snúum svo bökum saman og tökum næsta skref til að ná í stigin þrjú á sunnudaginn.“ Um stöðuna í riðlinum „Hún er mjög erfið. Við erum í raun búnir að tapa öllum þeim stigum sem við megum tapa. Riðillinn þarf að spilast ansi skringilega til að við eigum möguleika, þurfum að vinna allt sem eftir er. Við vissum samt alveg í hvaða stöðu við vorum fyrir leikinn.“ „Ég sagði það fyrr í vikunni að staðan núna er allt önnur en hún var þegar við byrjuðum á þessu verkefni í mars. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Þá er bara að sjá möguleika í þeirri stöðu og horfa til framtíðar, þróa leikmenn og gefa leikmönnum áfram möguleika á sem bestum úrslitum með íslenska landsliðinu. Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna. Getum ekki verið uppeldisstöð.“ „Þurfum að taka næsta skref allir saman. Það er heljarinnar verk framundan og við erum allir tilbúnir í það. Það eru allir klárir að gera sitt besta.“ Klippa: Arnar Þór Um undirbúninginn fyrir leik kvöldsins „Frá og með deginum í gær fannst mér hann ganga mjög vel. Hef voðalega lítið þurft að kveikja í stráunum, þeir hafa verið mjög einbeittir á leikinn. Held það hafi sést í kvöld. Ef einbeitingin er samt ekki til staðar allar sekúndurnar af mínútunum 90 þá getur þú fengið mörk á þig, þurfum að vinna í því.“ Um fyrra markið „Ég er hundfúll að hafa fengið það mark á mig, ef þú ferð inn í klefa sérðu að leikmennirnir eru það líka. Þú getur ekki gefið andstæðinginum svona mikið af mistökum í röð á þessu getustigi. Það er ekki kveikt á okkur þegar þeir taka innkastið fljóttm við sjáum ekki mann og bolta þegar fyrirgjöfin kemur. Þetta er dýrkeypt röð af mistökum. Við viljum ekki gefa andstæðingum okkar neitt, það eru grunngildi íslenska landsliðins. Við veðrum að vinna einvígin okkar og verður að vera kveikt á okkur allar sekúndurnar í leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45 Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49 Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
„Held við höfum fengið bestu færin í leiknum. Það er erfitt að fá sig mark svona snemma eftir hálfleik, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Erum einfaldlega ekki klárir. Á þessu getustigi máttu ekki gefa andstæðingunum neitt. Var erfitt í síðari hálfleik þó við höfum fengið færi og mögulega átt skilið að jafna,“ sagði Arnar Þór um síðari hálfleikinn en hann var vart mínútu gamall er Ísland lenti undir. „Heilt yfir er ég stoltur af strákunum. Ágætis frammistaða og þó það sé sem hægt er að laga þá er fullt sem ég er ánægður með. Á þessu getustigi þarf aðeins meiri gæði, það var akkúrat það sem vantaði upp á í dag. Sendingar fóru ekki á réttan stað, það eru gæði og svo ákveðin reynsla.“ „Þegar þú ert kominn á þetta getustig þarf allt að gerast aðeins hraðar. Allar sendingar þurfa að koma aðeins hraðar, það þarf að skila sér í vörn og sókn aðeins hraðar. Þetta eru allt skref sem við þurfum að taka.“ „Ég er rosalega stoltur af ungu drengjunum í liðinu. Þeir eldri voru líka frábærir alla vikuna. Við förum upp á hótel núna og greinum þetta. Tölum svo saman á morgun, snúum svo bökum saman og tökum næsta skref til að ná í stigin þrjú á sunnudaginn.“ Um stöðuna í riðlinum „Hún er mjög erfið. Við erum í raun búnir að tapa öllum þeim stigum sem við megum tapa. Riðillinn þarf að spilast ansi skringilega til að við eigum möguleika, þurfum að vinna allt sem eftir er. Við vissum samt alveg í hvaða stöðu við vorum fyrir leikinn.“ „Ég sagði það fyrr í vikunni að staðan núna er allt önnur en hún var þegar við byrjuðum á þessu verkefni í mars. Það er ekki hægt að horfa framhjá því. Þá er bara að sjá möguleika í þeirri stöðu og horfa til framtíðar, þróa leikmenn og gefa leikmönnum áfram möguleika á sem bestum úrslitum með íslenska landsliðinu. Þó við séum að þróa liðið viljum við alltaf vinna. Getum ekki verið uppeldisstöð.“ „Þurfum að taka næsta skref allir saman. Það er heljarinnar verk framundan og við erum allir tilbúnir í það. Það eru allir klárir að gera sitt besta.“ Klippa: Arnar Þór Um undirbúninginn fyrir leik kvöldsins „Frá og með deginum í gær fannst mér hann ganga mjög vel. Hef voðalega lítið þurft að kveikja í stráunum, þeir hafa verið mjög einbeittir á leikinn. Held það hafi sést í kvöld. Ef einbeitingin er samt ekki til staðar allar sekúndurnar af mínútunum 90 þá getur þú fengið mörk á þig, þurfum að vinna í því.“ Um fyrra markið „Ég er hundfúll að hafa fengið það mark á mig, ef þú ferð inn í klefa sérðu að leikmennirnir eru það líka. Þú getur ekki gefið andstæðinginum svona mikið af mistökum í röð á þessu getustigi. Það er ekki kveikt á okkur þegar þeir taka innkastið fljóttm við sjáum ekki mann og bolta þegar fyrirgjöfin kemur. Þetta er dýrkeypt röð af mistökum. Við viljum ekki gefa andstæðingum okkar neitt, það eru grunngildi íslenska landsliðins. Við veðrum að vinna einvígin okkar og verður að vera kveikt á okkur allar sekúndurnar í leiknum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50 Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45 Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49 Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 0-2 | Leiðin til Katar nánast ófær eftir tap fyrir Rúmenum Ísland tapaði fyrir Rúmeníu, 0-2, í fjórða leik sínum í J-riðli undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Dennis Man og Nicolae Stanciu skoruðu mörk Rúmena í seinni hálfleik. 2. september 2021 20:50
Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það. 2. september 2021 18:45
Jóhann Berg: Gríðarlegt svekkelsi „Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. 2. september 2021 20:49
Kom Rúnari Alex líka á óvart að hann fékk að byrja: Ekki verið auðveldir dagar Rúnar Alex Rúnarsson stóð óvænt í íslenska markinu á móti Rúmeníu í kvöld og komst vel frá sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk. Núll stig á heimavelli voru samt ekki úrslitin sem íslenska liðið var að vonast eftir. 2. september 2021 21:08