Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. september 2021 08:00 Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum. Samsett Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Samkeppnisaðilar Viaplay á Íslandi hafa gagnrýnt verðlagningu streymisveitunnar en framan af þessu ári kostaði Viaplay Total um þrefalt meira á hinum Norðurlöndunum. „Það sem maður kannski óttast mest er hvort þeir séu að gera þetta á viðskiptalegum forsendum eða bara að koma sér inn á markaðinn og í raun að nota undirverðlagningu til að koma sér inn. Þetta er mjög ódýr þjónusta en við sjáum það núna að þeir eru búnir að kaupa nokkra dýra sýningarrétti. Það verður forvitnilegt þegar kostnaðurinn þeirra hækkar mjög mikið á Íslandi vegna réttanna hvort þeir muni hækka verð til samræmis,“ sagði Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla og sölu hjá Símanum, við Vísi í febrúar. Þá sagði Magnús í hlaðvarpsþættinum Tæknivarpið stuttu síðar að hann reiknaði með að verð myndu hækka samhliða því að streymisveitan myndi stækka íþróttapakka sinn. Í haust mun Viaplay byrja að sýna Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Viaplay deilir réttinum með Stöð 2 Sport. Reyndu að tryggja sér enska boltann Viaplay opnaði dyr sínar fyrir Íslendingum í apríl 2020 og hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí sama ár. Síðan þá hefur streymisveitan tryggt sér fjölda sýningarrétta á erlendu íþróttaefni og tryggði sér á þessu ári sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Fyrr á þessu ári reyndi móðurfélag Viaplay, norræna fjölmiðlasamsteypan Nordic Entertainment Group, svo að taka yfir sýningar ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi en fyrirtækið á sýningarréttinn á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Svo fór þó að Síminn hafði betur í baráttunni við Sýn og Viaplay um réttinn og sýnir deildina áfram til ársins 2025. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Neytendur Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Síminn tryggði sér enska boltann til ársins 2025 Síminn hefur tryggt sér sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til ársins 2025. Síminn hafði betur í baráttu við Sýn og Viaplay sem sömuleiðis buðu í sjónvarpsréttinn. 5. júlí 2021 16:36
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent