Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:05 Þúsundir málanna snúa að meintum brotum presta og átta biskupsdæmi í New York hafa þegar lýst gjaldþroti sökum þeirra fjárhagslegu byrða sem brot hafa valdið þeim. epa/Justin Lane Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira