Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 11:45 Andstæðingar þungunarrofs mótmæla fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg árið 2018. Þeir fagna nú úrskurði réttarins um að umdeild lög í Texas fái að taka gildi. AP/J. Scott Applewhite Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59