Oddvitaáskorunin: Klifraði upp á svalir og kom að kærustunni með öðrum manni Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 09:00 Eyjólfur í Rússlandi 2018. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Eyjólfur Ármannsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum en foreldrar hans eru Guðjón Ármann Eyjólfsson, sjóliðsforingi og skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Anika Jóna Ragnarsdóttir, húsmóðir og sjúkraliði. Fjölskyldan flutti frá Eyjum í eldgosinu, þegar Eyjólfur var á fjórða aldursári. Fluttu þau þá til Reykjavíkur þar sem Eyjólfur ólst upp. Eyjólfur hefur ávallt dvalið mikið á Vestfjörðum en móðurfjölskylda Eyjólfs kemur frá Lokinhamradal, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Eyjólfur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, nam Evrópurétt við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu er með meistarapróf í lögfræði (LL.M.) frá University of Pennsylvania og nam í hagfræði í Wharton. Hann hefur unnið víða innan stjórnsýslunnar, hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Skipulagsstofnun, og var aðstoðarsaksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og í lögmennsku. Hann vann frá 2011 hjá norska stórbankanum DNB í Osló og síðar hjá Nordea, stærsta banka Norðurlanda. Eyjólfur er formaður Orkunnar okkar, samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum, og einn aðalhöfunda sérfræðingaskýslu samtakana um þriðja orkupakkan og orkustefnu ESB „Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands”. Klippa: Oddvitaáskorun - Eyjólfur Ármansson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skeggi við Lokinhamradal, Arnarfirði. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref. Ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Fyodor Dostoevsky. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Evróvisjón Húsavíkurlagið. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók í gegn íbúðina. Las bók um svefn, Why we sleep, og þrjár bækur um þarmana Sjarmen med tarmen, Hjernen og tarmen og Sund tarm - klart hode. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki, hef aldrei tekið neitt í bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Eyjólfur í Arnarfirði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Starfa sem lögfræðingur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Að hann væri fáviti og stórglæpamaður sem kúgaði og ofsótti þjóð sína og væri einn af illmennum heimsins. Uppáhalds tónlistarmaður? Bach og Dua Lipa. Ein sterkasta minningin úr æsku? Eldgosið í Eyjum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alltaf mjög hrifinn af Thomas Jefferson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína. Besta frí sem þú hefur farið í? HM í Rússlandi 2018 og fylgja íslenska landsliðinu Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari á Hamborgarabúllu Tomma. Klikkaði aldrei. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofninn á ganginum. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarkeppni í Vatnaskógi í sumar.). Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hafa farið til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Rómantískasta uppátækið? Að klifra upp svalir hjá kærustu á Garði og sjá hana með öðrum í rúminu og þurfa síðan að ganga út á BSÍ í rigningu til að fá leigubíl heim. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum en foreldrar hans eru Guðjón Ármann Eyjólfsson, sjóliðsforingi og skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík til margra ára, og Anika Jóna Ragnarsdóttir, húsmóðir og sjúkraliði. Fjölskyldan flutti frá Eyjum í eldgosinu, þegar Eyjólfur var á fjórða aldursári. Fluttu þau þá til Reykjavíkur þar sem Eyjólfur ólst upp. Eyjólfur hefur ávallt dvalið mikið á Vestfjörðum en móðurfjölskylda Eyjólfs kemur frá Lokinhamradal, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Eyjólfur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands, nam Evrópurétt við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu er með meistarapróf í lögfræði (LL.M.) frá University of Pennsylvania og nam í hagfræði í Wharton. Hann hefur unnið víða innan stjórnsýslunnar, hjá sýslumanni, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Skipulagsstofnun, og var aðstoðarsaksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og í lögmennsku. Hann vann frá 2011 hjá norska stórbankanum DNB í Osló og síðar hjá Nordea, stærsta banka Norðurlanda. Eyjólfur er formaður Orkunnar okkar, samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum, og einn aðalhöfunda sérfræðingaskýslu samtakana um þriðja orkupakkan og orkustefnu ESB „Áhrif inngöngu Íslands í orkusamband ESB – frá orkusamvinnu til orkusambands”. Klippa: Oddvitaáskorun - Eyjólfur Ármansson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Skeggi við Lokinhamradal, Arnarfirði. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref. Ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Glæpur og refsing eftir Fyodor Dostoevsky. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Evróvisjón Húsavíkurlagið. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Reykjavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Tók í gegn íbúðina. Las bók um svefn, Why we sleep, og þrjár bækur um þarmana Sjarmen med tarmen, Hjernen og tarmen og Sund tarm - klart hode. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki, hef aldrei tekið neitt í bekk. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Eyjólfur í Arnarfirði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Starfa sem lögfræðingur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Að hann væri fáviti og stórglæpamaður sem kúgaði og ofsótti þjóð sína og væri einn af illmennum heimsins. Uppáhalds tónlistarmaður? Bach og Dua Lipa. Ein sterkasta minningin úr æsku? Eldgosið í Eyjum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alltaf mjög hrifinn af Thomas Jefferson. Besta íslenska Eurovision-lagið? Nína. Besta frí sem þú hefur farið í? HM í Rússlandi 2018 og fylgja íslenska landsliðinu Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari á Hamborgarabúllu Tomma. Klikkaði aldrei. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Indriði og ofninn á ganginum. Besti fimmaurabrandarinn? Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarkeppni í Vatnaskógi í sumar.). Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hafa farið til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Rómantískasta uppátækið? Að klifra upp svalir hjá kærustu á Garði og sjá hana með öðrum í rúminu og þurfa síðan að ganga út á BSÍ í rigningu til að fá leigubíl heim.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Flokkur fólksins Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira