Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 20:01 Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum, furðar sig á að ekki sé gert ráð fyrir geðdeild á nýjum Landspítala. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“ Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“
Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira