Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 20:01 Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum, furðar sig á að ekki sé gert ráð fyrir geðdeild á nýjum Landspítala. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“ Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“
Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent