Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 19:10 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af. Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, og umferðarlagabrot, með því að hafa laugardaginn 8. febrúar 2020, ekið bifreið suður Hörgárbraut á Akureyri án nægilegrar aðgæslu að merktri gangbraut og yfir gangbrautina á móti rauðu gangbrautaljósi með þeim afleiðingum að hann ók á barn. Þá segir að barnið hafi hlotið margþætta áverka eftir slysið. Áverkarnir voru eftirfarandi: Tvö kjálkabrot og afrifinn beinhnúfsklakk, beinflís í mjúkvefjum í andliti og nær sú flís inn í hlust, viðbeinsbrot vinstra megin, mar á lunga vinstra megin og lítið loftbrjóst þeim megin, mjaðmagrindarbrot og brot á vinstra lærleggsbeini. Maðurinn játaði brot sín og hefur hreinan sakaferil. Því var þrjátíu daga fangelsisrefsingu hans frestað og mun hún falla niður að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Akureyringar hafa kallað eftir úrbótum á Hörgársbraut Í kjölfar annars bílslyss árið 2019 þegar barn brotnaði á læri og mjaðmakúlu óskuðu skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri eftir því að ráðist yrði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn. Mikið hefur verið um slys á Hörgársbraut síðastliðin ár. Til dæmis urðu kona og hundur fyrir bíl á götunni árið 2017. Konan slapp nokkuð vel með skrekkinn en hundurinn lifði slysið ekki af.
Akureyri Umferðaröryggi Dómsmál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira