Fréttir

Bleiki fíllinn og Öfgar þakka ÍR og Haukum sýndan stuðning við þolendur

Árni Sæberg skrifar
Leikmennirnir sýndu stuðning í verki þegar þeir gengu inn á völlinn.
Leikmennirnir sýndu stuðning í verki þegar þeir gengu inn á völlinn. Facebook/Bleiki fíllinn

Bleiki fíllinn forvarnarhópur og Öfgar þakka knattspyrnuliðum ÍR og Hauka fyrir að sýna þolendum kynferðisofbeldi stuðning þegar liðin gengu inn á völlinn fyrir leik þeirra sem er nú í gangi.

ÍR og Haukar leika nú í annarri deild karla í knattspyrnu. ÍR liðið gekk inn á völlinn í bolum Bleika fílsins en á þeim stendur „Þú skorar með SKÝRU samþykki“ að framan og aftan á stendur „Samþykki er sexý“.

Haukar sýndu hins vegar stuðning með því að bera húfur merktar Fokk Ofbeldi, en þær eru hluti af herferð UN Women gegn kynbundnu ofbeldi.

Þá blakti fáni Bleika fílsins yfir heimavelli ÍR.

Bleiki fíllinn setti færslu um málið á Facebooksíðu sína en talskona hópsins tók fram í samtali við vísi að hún væri einnig frá Öfgum komin, enda séu hóparnir tveir í samstarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×