Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu Tryggvi Páll Tryggvason og Árni Sæberg skrifa 4. september 2021 17:39 Þó nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um brandara sem frambjóðandi Flokk fólksins lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis. Vísir/Vilhelm Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum. Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland. Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Eyjólfur tók þátt í oddvitaáskorun Vísis í dag þar sem frambjóðendum fyrir komandi Alþingiskosningar er boðið að kynna sig á léttan hátt. Frambjóðendur eru meðal annars beðnir um að segja frá „besta fimmaurabrandaranum“. Brandarinn sem Eyjólfur kom með var á þessa leið: „Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“ Brandarinn hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar sem Eyjólfur hefur meðal annars verið sakaður um hatursorðræðu í garð Pólverja. “Þetta er nú bara brandari hehehe”. Nei, þetta er hatursorðræða. https://t.co/NtvbIiNpQD— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) September 4, 2021 Ekki „brandari” í mínum huga, þetta er bara hatursorðræða og ekkert annað. Pólverjar eða fólk af pólskum ættum er 10% af þeim fjölda sem býr á Íslandi. Það er engan veginn í lagi að þau þurfi að líða svona orðræðu frá frambjóðanda til Alþingis. Þetta er fyrir neðan allar hellur.— Heiða (@ragnheidur_kr) September 4, 2021 Alexander Witold Bogdanski, formaður Samtaka Pólverja á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að hann fái ekki betur séð en „að brandarinn, ef brandara skyldi kalla, sé smekklaus með öllu“. „Menn verða auðvitað eiga það við sjálfan sig hvað þeir láta út úr sér og ég tala nú ekki um þegar svona stutt er til kosninga. Maður skildi ætla að Flokkur fólksins, hafi ekki erindi sem erfiði meðal Pólverja á Íslandi í komandi kosningum. Ummælin dæma sig því sjálf og ekkert meira um það segja,“ segir Alexander ennfremur. Inga Sæland segir framlag Pólverja til samfélagsins mikilvægt Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafði ekki heyrt af málinu né umræðu um það þegar blaðamaður Vísis spjallaði við hana fyrr í dag. Hún telur að Eyjólfur hafi ekki meint neitt illt með brandaranum. Þá segir Inga að framlag Pólverja til íslensks samfélags sé mikilvægt. „Ég veit ekki betur en að átta prósent þjóðarinnar séu einmitt ættuð þaðan og séu búin að koma okkar efnahagsmálum ekki síst þangað sem þau hafa verið og hjálpað okkur að smyrja hjól atvinnulífsins algjörlega eins og þau mögulega geta þannig ég myndi aldrei nokkurn tímann gera annað en að gleðjast yfir þeim,“ segir Inga Sæland.
„Einu sinni voru Frakki, Pólverji og Íslendingur í Eiffel-turninum í París. Frakki henti niður Croissant. Pólverjinn og Íslendingurinn spurðu af hverju hentirðu niður Croissant? Frakkinn sagði, það er svo mikið af Croissant í Frakklandi. Pólverjinn henti niður pylsu. Frakkinn og Íslendingurinn spurðu, af hverju hentirðu niður pylsunni? Póljverjinn svaraði það er svo mikið af pylsum í Póllandi. Íslendingurinn henti niður Pólverjanum. Frakkinn spurði, af hverju hentirðu niður Pólverjanum. Íslendingurinn svaraði, það er svo mikið af Pólverjum á Íslandi. (Var tekinn úr brandarakeppni í Vatnaskógi í sumar.).“
Alþingiskosningar 2021 Innflytjendamál Flokkur fólksins Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira