Helmingi finnst í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. september 2021 19:00 Hefur þú farið á tvö til þrjú stefnumót í sömu vikunni, með mismunandi einstaklingum? Getty Stefnumótamarkaðurinn, ef markað skal kalla, getur verið flókinn. Hvar stöndum við í stefnumótamenningu á Íslandi? Eru þessar óskráðu reglur eitthvað að breytast? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira