Helmingi finnst í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. september 2021 19:00 Hefur þú farið á tvö til þrjú stefnumót í sömu vikunni, með mismunandi einstaklingum? Getty Stefnumótamarkaðurinn, ef markað skal kalla, getur verið flókinn. Hvar stöndum við í stefnumótamenningu á Íslandi? Eru þessar óskráðu reglur eitthvað að breytast? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að það væri í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu og rúmlega þrjú þúsund manns svöruðu könnuninni. Hér áður fyrr var ekki mikið um það að fólk væri að hittast á hversdagslegum stefnumótum, ef svo má að orði komast. En með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaappa er miklu meira um það að ókunnugt fólk sé farið að mæla sér mót á stefnumótum. Hvenær er alvara í spilunum og hvenær ekki? Það mætti kannski segja að í dag væri aðeins meiri hraði í stefnumótamenningunni en áður og radarinn vissulega stærri. En hvernig er það þá með lögmálin, hafa þau breyst? Er þá kannski í lagi að vera að hitta nokkrar manneskjur í einu, svona til að komast yfir allt þetta úrval? Jón í kaffibolla í miðvikudegi og Gunna í bíó á laugardagskvöldi? Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan þá segir rúmlega helmingur lesenda að það sé í lagi að vera að slá sér upp (vera að deita) með fleiri en einum í einu, þar til einhver alvara er komin í spilin. Þar höfum við það. Samkvæmt þessu mætti samt ætla að lögmál stefnumótamenningarinnar á Íslandi sé aðeins að breytast, þó svo að sumir haldi því fram að við Íslendingar séum aftarlega á merinni í þessum efnum. Könnunin var kynjaskipt að þessu sinni en athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna. Niðurstöður* Konur: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 55% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 28% Karlar: Já, þar til einhver alvara er komin í spilin - 53% Er ekki viss - 17% Nei, aldrei - 30% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira