Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 23:21 Það styttist í að nákvæmlega tuttugu ár séu liðin frá árásánum 11. september 2001. Robert Giroux/Getty Images) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir. Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir.
Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira