Fótbolti

Sonur David Beckham skrifar undir sinn fyrsta atvinnumannasamning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Romeo Beckham ætlar að feta í fótspor föður síns.
Romeo Beckham ætlar að feta í fótspor föður síns. Alex Morton - UEFA/UEFA via Getty Images

Romeo Beckham, sonur fyrrum knattspyrnumannsins David Beckham, skrifaði í vikunni undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Þessi 19 ára gamli strákur skrifaði undir hjá Fort Lauderdale.

Fort Lauderdale leikur í USL League One í Bandaríkjunum og er nokkurskonar varalið Inter Miami sem leikur í MLS deildinni. Eins og kannski flestir vita er David Beckham eigandi Inter Miami.

Romeo hefur æft með bæði Fort Lauderdale og Inter Miami að undanförnu, en hann er leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum.

Næsti leikur Fort Lauderdale er gegn Tucson eftir slétta viku en þessi tvö lið eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og í harðri baráttu um þriðja sætið. 

Beckham gæti því spilað sinn fyrsta leik um næstu helgi, og það verður forvitnilegt að sjá hvort að knattspyrnuferill hans muni ná sömu hæðum og sá sem að pabbi hans átti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×