Fótbolti

Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands: „Thank god for Guðjohnsens!“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld.

Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason léku sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Þeir eru nú báðir fimm leikjum frá því að slá leikjamet Rúnars Kristinssonar.

Gestirnir komust yfir strax á 12. mínútu leiksins. Darko Velkovski skallaði boltann þá í netið eftir hornspyrnu Ezgjan Alioski. Markið virkaði full einfalt en varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska.

Það var fámennt en góðmennt á Laugardalsvelli í kvöld.

Það gekk lítið upp framan af leik og fólk var frekar súrt.

Brynjar Ingi Bjarnason minnkaði muninn og Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin.


Tengdar fréttir

Nafnarnir einum leik frá sínum hundraðasta lands­leik

Leikur Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu fer ekki í sögubækurnar. Lokatölur 2-0 gestunum í vil og möguleikar Íslands á að komast til Katar í jólafrí á næsta ári litlir sem engir. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru þó einu skrefi nær að ná ótrúlegum áfanga með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×