Lífið

Settu grill ofan í matarborðið á pallinum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal reka matarvagninn Gorilla í Reykjanesbæ.
Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal reka matarvagninn Gorilla í Reykjanesbæ. Stöð 2

Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast.

„Borðið er frá Rúmfó sem við lökkuðum með sérstöku lakki frá Slippfélaginu og Pétur [Benediktsson] breytti því fyrir okkur í grill. Við notum þetta mikið,“ segir Reynir.

Umhverfisvæn kol og engin bræla

Vala Matt heimsótti hjónin í Reykjanesbæ og skoðaði þessa sniðugu lausn. Allir gestir geta grillað saman á meðan á borðhaldinu stendur og hitinn úr grillinu vermir einnig matargestunum hjónanna. 

„Það er tvöfaldur pottur, kanturinn, þannig að það kemur alveg hiti frá því. Þú getur ekki rekið þig í hann,“ útskýrir Reynir þegar Vala Matt spyr hvort það sé hægt að brenna sig á grillinu undir borðinu.

„Það er mjög notalegt að fá hitann á fæturna.“

Grillið er þrískipt svo þau geta valið að nota aðeins hluta af því ef þau eru bara tvö.

„Reynsla okkar er að það er best að vera með umhverfisvæn kol sem að eru úr kókosskeljum. Það tekur smá tíma fyrir þau að hitna en endast mjög vel og það er lítil bræla“ segir Vilborg Ása.

Svo er sett nett tjald yfir borðið þannig að hægt er að borða úti hvenær sem er. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Frikki Dór syngur brot úr nýju óútgefnu lagi

Hlið við hlið, söngleikur byggður á lögum Friðriks Dórs Jónssonar er kominn svið í Gamla bíói og er þegar byrjaður að gera allt tryllt. Ísland í dag kíkti á æfingu hjá hópnum og hitti meðal annars leikstjórann, leikhópinn og Frikka Dór sjálfan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×