Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2021 10:31 Heilbrigðisstarfsmenn flytja íbúa á brott úr vöruskemmunni. AP/Chris Granger Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. „Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Ég næ því ekki að enginn skuli hafa sett sig í samband við mig,“ segir hin 36 ára Melissa Barbier, sem var marga daga að leita móður sinnar. „Hver gaf hjúkrunarheimilunum leyfi til að flytja fólkið? Ég upplifi það að móður minni og þessu vesalings fólki hafi verið smalað eins og nautgripum.“ Yfirvöld í Louisiana rannsaka nú hvernig það gerðist að íbúar hjúkrunarheimilana sjö var komið fyrir í vöruskemmu í bænum Independence. Skömmu eftir flutningana gerðu staðaryfirvöld viðvart um vonda lykt og slæmar aðstæður og þá var bráðaliðum vísað frá eftir að íbúar hringdu eftir hjálp. Sjö létust og búið er að loka hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurningar vakna um aðstæður aldraðra þegar náttúruhamfarir ganga yfir en fyrir 16 árum drukknuðu nærri 40 manns á einu hjúkrunarheimili þegar fellibylurinn Katrína gekk yfir. Rannsókn yfirvalda nú snýr meðal annars að því hver tók ákvörðunina um að flytja fólkið á óöruggan stað og hver kom í veg fyrir að staðaryfirvöld skærust í leikinn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum gerðu fulltrúar þess tilraun til að heimsækja vöruskemmuna á þriðjudag en var vísað á brott af starfsmönnum hjúkrunarheimilana. Bob Dean, eigandi hjúkrunarheimilana, sagði fjölda látinna ekki óvenjulegan og að vel hefði verið séð um fólkið. Umrædd hjúkrunarheimili hafa hins vegar jafnan hlotið lægstu mögulegu einkunn í úttektum. Til dæmis lést 86 ára íbúi eftir að hafa setið fastur um borð í rútu án loftræstingar árið 1998 og árið 2005 var greint frá því í fjölmiðlum að einn íbúa hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir árás maura. Nicholas Muscarello Jr., einn þingmanna Louisiana, sagðist hafa heimsótt skemmuna á þriðjudag ásamt borgarstjóra Independence og fleirum eftir að hafa heyrt að mörg áköll eftir hjálp væru að berast frá íbúum. Fyrir utan hefðu verið haugar af rusli og inni fyrir hefði fólk legið þétt saman. Muscarello sagði að forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna hefðu augljóslega ekki gert neitt til að gera skemmuna að ásættanlegum íverustað. Þeir sem létust voru á aldrinum 52 til 84 ára en þeir sem voru fluttir annað eftir að hafa verið bjargað úr skemmunni voru þreyttir og hungraðir. Margir höfðu ekki fengið lyfin sín í að minnsta kosti sólahring. Sex voru fluttir á sjúkrahús og tveir reyndust smitaðir af Covid-19. Washington Post fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Veður Eldri borgarar Fellibylurinn Ída Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira