Ný hugsun í heilbrigðiskerfinu Gauti Grétarsson skrifar 6. september 2021 20:01 Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun