Ný hugsun í heilbrigðiskerfinu Gauti Grétarsson skrifar 6. september 2021 20:01 Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar