Enski boltinn

Tottenham mun sekta Giovani Lo Celso og Cristian Romero

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristian Romero og Giovani Lo Celso voru báðir í byrjunarliði Argentínu gegn Brasilíu í gær.
Cristian Romero og Giovani Lo Celso voru báðir í byrjunarliði Argentínu gegn Brasilíu í gær. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images

Leikmenn Tottenham, Giovani Lo Celso og Cristian Romero, fóru gegn skipunum félagsins þegar að þeir fóru og hittu argentínska landsliðið í vikunni.

Lo Celso og Romero voru báðir í byrjunarliði Argentínu þegar að liðið mætti Brasilíu í undankeppni HM 2022 í gær og leikurinn var flautaður af eftir að brasilískir heilbrigðisstarfsmenn ruddust inn á völlinn.

Tottenham ætlar að sekta leikmennina fyrir hegðun sína. Lo Celso og Romero munu fljúga til Króatíu ásamt löndum sínum, Emiliano Martinez og Emiliano Buendia, leikmönnum Aston Villa, þar sem að þeir munu æfa til að komast hjá því að þurfa að fara í sóttkví.

Buendia og Martinez fylgdu þeim reglum sem að félagið þeirra setti áður en þeir fóru og því munu þeir að öllum líkindum ekki hljóta neina refsingu frá vinnuveitendum sínum. Sömu sögu er þó ekki að segja um Lo Celso og Romero.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×