Gat ekki hugsað sér að slást við konuna sína Árni Sæberg skrifar 7. september 2021 09:01 Karlmaðurinn segir konu sína ávallt hafa talað gegn ofbeldi. Hún hafi hins vegar ekki viðurkennt eigið ofbeldi gegn sér. Myndin er sviðsett. Getty Karlmaður segir ofbeldi gagnvart körlum af hendi kvenna vera töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Hann deilir sögu af ofbeldissambandi sem hann var í með fyrrverandi konu sinni. Karlmaðurinn sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun undir nafnleynd en hann segist ekki vilja persónugera árásina. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira