Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Katrín Júlíusdóttir skrifar 8. september 2021 08:00 Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. Framkvæmdastjóri FÍB birti nýverið grein þar sem hann fer hörðum orðum um meint okur tryggingafélaga. Þar er hoggið í sama knérunn og áður. Gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti eru notuð og valdar tölur úr opinberum gögnum notaðar til að styðja við þær fullyrðingar. Við þessa framsetningu má gera nokkrar athugasemdir en ekki síður má ýmsu við hana bæta sem gefur neytendum fyllri mynd af umhverfi tryggingastarfsemi hér á landi. Hækkun launa hefur mikil áhrif Í áðurnefndri grein er gagnrýnt að iðgjöld bifreiðatrygginga í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 44% frá 2015 á meðan vísitala neysluverðs hafi einungis hækkað um 17% á sama tíma. Það er töluverð einföldun. Vísitala neysluverðs mælir breytingar á heildar verðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf. Í tilfelli tryggingafélaga skipta laun miklu máli þegar kemur að fjárhæð bótagreiðslna, þar sem laun eru lögð til grundvallar við mat á þeirri tryggingavernd. Á þessu tímabili sem framkvæmdastjóri FÍB tiltekur hafa laun hækkað um 69%. Þá má einnig benda á að viðgerðarkostnaður bifreiða hefur hækkað um 45% á sama tíma. Ekki er því einungis hægt að horfa til vísitölu neysluverðs þegar rýnt er í verðhækkanir tryggingafélaga, launaþróun á Íslandi skiptir hér gríðarmiklu máli. Heilbrigður rekstur – hagur neytenda Í greininni er kostnaður sagður hafa snarminnkað hjá tryggingafélögum og er það m.a. rökstutt með því að samsett hlutfall eins tryggingafélags hafi farið niður í 80% á einum ársfjórðungi. Sveiflur í samsettu hlutfalli tryggingafélaga eru engin nýlunda. Í tryggingaheiminum verður að horfa til lengri tíma enda ljóst að einstaka stórtjón geta valdið talsverðum sveiflum eins og dæmin sýna. Skýrari mynd fæst því með því að horfa yfir lengra tímabil þar sem samsett hlutfall tryggingafélaga getur sveiflast mjög mikið milli mánaða og ársfjórðunga. Einfalt meðaltal samsetts hlutfalls tryggingafélaganna á fyrri hluta ársins 2021 er 95%, en var 97% á árinu 2020. Það er mikilvægt fyrir tryggingafélög að halda þessu hlutfalli undir 100% svo tryggingareksturinn skili hagnaði því það þjónar hagsmunum neytenda betur til lengri tíma. Þegar litið er einungis til lögbundinna ökutækjatrygginga sést eins og SFF hefur áður bent á að ekki er um hagnað af þeirri starfsemi að ræða. Kostnaður af þeim var 107-110% af iðgjöldum á árunum 2017-2020, og var kostnaðurinn 106% af lögbundnum iðgjöldum á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Sá mikli hagnaður tryggingafélaga á fyrri hluta ársins sem vísað er til í grein framkvæmdastjóra FÍB er að mestu til kominn vegna ávöxtunar fjárfestingareigna, þar hefur mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði haft mest áhrif. Tryggingafélög geta ekki einungis treyst á slíkan hagnað heldur þarf einnig að hlúa að grunnrekstri til framtíðar. Háar bótagreiðslur fyrir minni líkamstjón Það er rétt að slysum fækkaði á árunum 2019 og 2020 líkt og tölur Samgöngustofu sýna. Ætla má að samdráttur í ferðaþjónustunni og fækkun ferðamanna hafi þar töluverð áhrif. Færri ferðmenn verða þess valdandi að slys og tjónagreiðslur lækka, en að sama skapi minnka iðgjöld tryggingafélaga. Einnig þarf að hafa í huga að kostnaður vegna skaðabótakrafna hefur farið hækkandi hjá félögunum. Hér á landi er gengið mun lengra í greiðslu bóta vegna minniháttar líkamstjóna en í nágrannaríkjum okkar. Sá þáttur vegur einna þyngst í þeim mun sem er á iðgjöldum vegna lögbundinna ökutækjatrygginga hérlendis og í nágrannaríkjum okkar. Í Danmörku eru til dæmis almennt ekki greiddar bætur vegna varanlegrar örorku ef hún er metin 15% eða lægri. Hér á landi eru ekkert slíkt gólf að finna í skaðabótalögum. Um 75% greiddra bóta vegna varanlegrar örorku eftir bílslys eru vegna líkamstjóna, sem metin eru til 15% varanlegrar örorku eða lægri. Það segir sig því sjálft að þessi eini þáttur hlýtur að vega þungt og skekkja allan samanburð. Guðmundur Sigurðsson lagaprófessor birti nýverið áhugaverðar niðurstöður rannsóknar sem sýna að á Íslandi sé verið að greiða bætur vegna minni háttar líkamstjóna af völdum ökutækja þrátt fyrir að fólk verði fyrir litlu sem engu fjártjóni. Ef sama fyrirkomulag væri hér á landi og í Danmörku er ljóst að forsendur gætu skapast fyrir lækkun iðgjalda lögbundinna ökutækjatrygginga. Grein Guðmundar Sigurðssonar: Ræðum leiðir! Á tryggingafélög eru settar auknar kvaðir hvað varðar fjárhagslegt heilbrigði af eftirlitsaðilum. Sú þróun að bankar og tryggingafélög sameinist er ekki ný af nálinni né sér íslenskt fyrirbæri. Burtséð frá því hvort slíkir samrunar séu hagkvæmir eður ei er mjög undarlegt af framkvæmdastjóra FÍB að reyna að gera slíka samruna tortryggilega. Ef hægt er að ná kostnaðarhagræði með samruna banka og tryggingafélags ætti FÍB að fagna þeirri þróun. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja viljum gjarnan eiga efnisríkt samtal um það sem betur má fara í starfsumhverfi tryggingafélaga hér landi líkt og gildandi ákvæði skaðabótalaga. SFF og FÍB eru sammála því að ódýrari tryggingar eru eftirsóknarverðar og að það beri að vinna að því markmiði, það er allra hagur. Við köllum því eftir góðu samtali við FÍB og aðra talsmenn neytenda ásamt stjórnvöldum um raunhæfar leiðir að því markmiði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Tryggingar Bílar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. Framkvæmdastjóri FÍB birti nýverið grein þar sem hann fer hörðum orðum um meint okur tryggingafélaga. Þar er hoggið í sama knérunn og áður. Gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti eru notuð og valdar tölur úr opinberum gögnum notaðar til að styðja við þær fullyrðingar. Við þessa framsetningu má gera nokkrar athugasemdir en ekki síður má ýmsu við hana bæta sem gefur neytendum fyllri mynd af umhverfi tryggingastarfsemi hér á landi. Hækkun launa hefur mikil áhrif Í áðurnefndri grein er gagnrýnt að iðgjöld bifreiðatrygginga í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um 44% frá 2015 á meðan vísitala neysluverðs hafi einungis hækkað um 17% á sama tíma. Það er töluverð einföldun. Vísitala neysluverðs mælir breytingar á heildar verðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf. Í tilfelli tryggingafélaga skipta laun miklu máli þegar kemur að fjárhæð bótagreiðslna, þar sem laun eru lögð til grundvallar við mat á þeirri tryggingavernd. Á þessu tímabili sem framkvæmdastjóri FÍB tiltekur hafa laun hækkað um 69%. Þá má einnig benda á að viðgerðarkostnaður bifreiða hefur hækkað um 45% á sama tíma. Ekki er því einungis hægt að horfa til vísitölu neysluverðs þegar rýnt er í verðhækkanir tryggingafélaga, launaþróun á Íslandi skiptir hér gríðarmiklu máli. Heilbrigður rekstur – hagur neytenda Í greininni er kostnaður sagður hafa snarminnkað hjá tryggingafélögum og er það m.a. rökstutt með því að samsett hlutfall eins tryggingafélags hafi farið niður í 80% á einum ársfjórðungi. Sveiflur í samsettu hlutfalli tryggingafélaga eru engin nýlunda. Í tryggingaheiminum verður að horfa til lengri tíma enda ljóst að einstaka stórtjón geta valdið talsverðum sveiflum eins og dæmin sýna. Skýrari mynd fæst því með því að horfa yfir lengra tímabil þar sem samsett hlutfall tryggingafélaga getur sveiflast mjög mikið milli mánaða og ársfjórðunga. Einfalt meðaltal samsetts hlutfalls tryggingafélaganna á fyrri hluta ársins 2021 er 95%, en var 97% á árinu 2020. Það er mikilvægt fyrir tryggingafélög að halda þessu hlutfalli undir 100% svo tryggingareksturinn skili hagnaði því það þjónar hagsmunum neytenda betur til lengri tíma. Þegar litið er einungis til lögbundinna ökutækjatrygginga sést eins og SFF hefur áður bent á að ekki er um hagnað af þeirri starfsemi að ræða. Kostnaður af þeim var 107-110% af iðgjöldum á árunum 2017-2020, og var kostnaðurinn 106% af lögbundnum iðgjöldum á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Sá mikli hagnaður tryggingafélaga á fyrri hluta ársins sem vísað er til í grein framkvæmdastjóra FÍB er að mestu til kominn vegna ávöxtunar fjárfestingareigna, þar hefur mikill uppgangur á hlutabréfamarkaði haft mest áhrif. Tryggingafélög geta ekki einungis treyst á slíkan hagnað heldur þarf einnig að hlúa að grunnrekstri til framtíðar. Háar bótagreiðslur fyrir minni líkamstjón Það er rétt að slysum fækkaði á árunum 2019 og 2020 líkt og tölur Samgöngustofu sýna. Ætla má að samdráttur í ferðaþjónustunni og fækkun ferðamanna hafi þar töluverð áhrif. Færri ferðmenn verða þess valdandi að slys og tjónagreiðslur lækka, en að sama skapi minnka iðgjöld tryggingafélaga. Einnig þarf að hafa í huga að kostnaður vegna skaðabótakrafna hefur farið hækkandi hjá félögunum. Hér á landi er gengið mun lengra í greiðslu bóta vegna minniháttar líkamstjóna en í nágrannaríkjum okkar. Sá þáttur vegur einna þyngst í þeim mun sem er á iðgjöldum vegna lögbundinna ökutækjatrygginga hérlendis og í nágrannaríkjum okkar. Í Danmörku eru til dæmis almennt ekki greiddar bætur vegna varanlegrar örorku ef hún er metin 15% eða lægri. Hér á landi eru ekkert slíkt gólf að finna í skaðabótalögum. Um 75% greiddra bóta vegna varanlegrar örorku eftir bílslys eru vegna líkamstjóna, sem metin eru til 15% varanlegrar örorku eða lægri. Það segir sig því sjálft að þessi eini þáttur hlýtur að vega þungt og skekkja allan samanburð. Guðmundur Sigurðsson lagaprófessor birti nýverið áhugaverðar niðurstöður rannsóknar sem sýna að á Íslandi sé verið að greiða bætur vegna minni háttar líkamstjóna af völdum ökutækja þrátt fyrir að fólk verði fyrir litlu sem engu fjártjóni. Ef sama fyrirkomulag væri hér á landi og í Danmörku er ljóst að forsendur gætu skapast fyrir lækkun iðgjalda lögbundinna ökutækjatrygginga. Grein Guðmundar Sigurðssonar: Ræðum leiðir! Á tryggingafélög eru settar auknar kvaðir hvað varðar fjárhagslegt heilbrigði af eftirlitsaðilum. Sú þróun að bankar og tryggingafélög sameinist er ekki ný af nálinni né sér íslenskt fyrirbæri. Burtséð frá því hvort slíkir samrunar séu hagkvæmir eður ei er mjög undarlegt af framkvæmdastjóra FÍB að reyna að gera slíka samruna tortryggilega. Ef hægt er að ná kostnaðarhagræði með samruna banka og tryggingafélags ætti FÍB að fagna þeirri þróun. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja viljum gjarnan eiga efnisríkt samtal um það sem betur má fara í starfsumhverfi tryggingafélaga hér landi líkt og gildandi ákvæði skaðabótalaga. SFF og FÍB eru sammála því að ódýrari tryggingar eru eftirsóknarverðar og að það beri að vinna að því markmiði, það er allra hagur. Við köllum því eftir góðu samtali við FÍB og aðra talsmenn neytenda ásamt stjórnvöldum um raunhæfar leiðir að því markmiði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun