Loka í Aðalstræti og leggja minni áherslu á miðbæinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 08:00 Breytingar eru framundan við Aðalstræti 9. Te og kaffi Te og kaffi hefur lokað kaffihúsi sínu við Aðalstræti í Reykjavík eftir níu ára rekstur. Aðstoðarframkvæmdastjóri segir að miðbærinn hafi tekið breytingum og keðjan leggi nú meiri áherslu á önnur svæði. „Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
„Leigusamningurinn okkar var að klárast og við tókum þá ákvörðun að framlengja hann ekki. Reksturinn er búinn að vera strembinn í undanförnu ástandi og það þurfti líka að fara í endurbætur á staðnum sem var ekki talið svara kostnaði,“ segir Halldór Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Te og kaffis. Þá sé stutt í næsta útibú keðjunnar við Lækjartorg. Hann segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í miðbænum á seinustu árum og viðskiptin að einhverju leyti færst á önnur svæði. „Okkur hefur fundist þessi staður vera aðeins útundan og töldum okkar hagsmuni ekki liggja þarna til framtíðar. En við erum nýbúin að opna nýjan stað í Garðabænum og erum bara að horfa á önnur markaðssvæði heldur en miðbæinn.“ Einnig spili inn í að kaffihúsið á Aðalstræti hafi verið lítið og tekið tiltölulega fáa í sæti. „Rekstrarkostnaður er bara búinn að aukast það mikið að við getum ekki leyft okkur að vera með svona litla staði í rekstri lengur.“ Setur spurningarmerki við fyrirkomulag uppbyggingar Halldór segir að faraldurinn hafi vissulega haft áhrif á rekstur fyrirtækisins en að sumir staðir hafi gengið mun betur en aðrir. „Sérstaklega þar sem við erum með Íslendingana eins og í verslunarmiðstöðvunum, Hamraborg og Borgartúninu. Þessir staðir hafa komið fínt út úr Covid-inu en miðbærinn á enn langt í land.“ Stóraukið framboð af stöðum í miðbænum hafi haft áhrif á rekstrargrundvöllinn. „Það er svo gríðarlega mikið af öllu þar og það breytir svolítið dýnamíkinni. Ég myndi segja að sú uppbygging sem hefur átt sér þarna stað virðist vera eins og menn hafi gert ráð fyrir tuttugu prósenta aukningu ferðamanna ár eftir ár. Það er margt frábært búið að gerast í uppbyggingu en við erum farin að leggja minni áherslu á miðbæinn.“ Eftir standa þrjú kaffihús Te og kaffis í 101. Halldór segir að engin ástæða sé fyrir fastagesti að hafa áhyggjur af framtíð þeirra í bráð. „Við erum nokkuð staðráðin í því að halda áfram á þeim stöðum. Við teljum að það sé góður rekstrargrundvöllur fyrir því.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15 Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Tugprósenta verðhækkun á tei á milli mánaða hjá Te og kaffi. 18. október 2019 13:15
Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. 9. ágúst 2019 16:10